Green Field
Hótellýsing

Hotel Green FIeld er gott íbúðahótel staðsett á líflegum staða é ensku ströndinni.  Aðeins er um 5 mínútna gangur niður að strönd.  Mikið líf er í næsta nágrenni við hótelið, fjöldi verslana, veitinga- og kaffihús.  Á þessu hóteli er hægt að gista í studio eða íbúð með einu svefnherbergi  Hægt er að velja úr tveimur tegundum af studioíbúðum, sú minni hentar vel fyrir tvo og sú stærri tekur 3 fullorðna eða 2 fullorðna og 2 börn.  Íbúðin með einu svefnherbergi tekur einnig þrjá fullorðna eða 2 fullorðna og 2 börn. 
Íbúðirnar eru fallega innréttaðar og með parketi á gólfum. Á svölum eru borð og stólar.   Þá eru íbúðirnar með loftkælingu og hita, sjónvarp með gervihnattarásum.  Í eldhúsaðstöðu er helluborð, ísskápur, kaffivél, brauðrist og helstu áhöld. Ekki er eldhúsborð í stofu, einungis sófi og sófaborð. Athugið að sturtur eru á öllum herbergjum. 
Hægt er að fá öryggishólf leigt gegn gjaldi.   Hárþurrka á baðherbergi.

Góður sundlaugargarður  en þar er m.a. að finna barnalaug og nuddpott. Veitingastaður við laugina þar sem hægt er að kaupa létt snarl. Morgun- og kvöldverður er borinn fram af hlaðborðsveitingastað hótelsins.  

Skemmtidagskrá er í boði flesta daga og kvöld.

Góður kostur, vel staðsett, lílflegt umhverfi.