Góður gistivalkostur sem er staðsettur á ensku ströndinni en Maspalomas sandöldurnar eru í göngufæri frá hótelinu og einnig ströndin sjálf.
Móttakan er opin allan sólarhringinn en þar er m.a. upplýsingaborð sem veitir ýmsa þjónustu. Á hótelinu er skemmtidagskrá alla daga.
Það eru útisundlaugar og svæði fyrir börnin „vatnsrennibrautagarður“ þar sem allir geta skemmt sér vel.
Einnig má finna hlaðborðsveitingastað sem býður uppá Miðjarðarhafsrétti og sundlaugarbarinn er alltaf vinsæll yfir daginn og svo er einnig Snack and Go sem býður upp á aðeins meiri skyndibita.
Herbergin eru innréttuð í fallegum stíl og búin öllum helstu þægindum eins og loftkælingu, sjónvarpi og svölum.
Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu en Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Fallegt hótel, vel staðsett