Taurito Princess
Hótellýsing

Hotel Taurito er fjölskylduvænt hótel staðsett á Mogán svæðinu. Hótelið stendur við sjóinn og eru öll herbergin með sjávarsýn. Hótelið er upplagður kostur fyrir fjölskyldufólk í leit að rólegu svæði til að dvelja í fríinu.

 

Á hótelinu er boðið upp á standard tvíbýli og junior svítur. Öll herbergin eru með loftkælingu, sjónvarpi, öryggishólfi, fríu þráðlausu neti (wifi), síma, litlum ískáp og hraðsuðukatli. Eins eru öll herbergin með svalir eða verönd með borði og stólum þar sem hægt er að njóta sólarinnar og hafgolunar frá Atlantshafinu. Baðherbergi eru með hárþurrku og sturtu í baðkari. Fyrir hreyfihamlaða er hægt að biðja um herbergi með sturtu með beinu aðgengi.

 

Hótelgarðurinn er fallegur með stórri sundlaug og tvær barnalaugar. Sólbekkir og sólhlífar eru allt í kring um sundlaugina og þá er sundlaugabar þar sem gestir geta fengið sér snarl og drykki. Starfræktur er barnaklúbbur og hér er einnig sérstakt barnaleiksvæði. Hótelið kemur einnig til móts við eldri gesti og býður upp á alls kyns afþreyingu. Hér er að finna líkamsrækt, skvassvöll og fjölnota völl fyrir alls kyns íþróttir og þá er hægt að spila borðtennis eða taka þátt í þolfimitíma í sundlauginni. Fyrir þá sem vilja eitthvað rólegra þá er einnig hægt að bóka tíma í nuddi eða fara í gufubað (gegn gjaldi).   

 

Á hótelinu eru 2 veitingastaðir og 4 barir og því er hægt að fá fjölbreytt fæði á hótelinu. Lítið hlaðborð er sett upp í aðal veitingasalnum sérstaklega fyrir börnin þeim til mikillar ánægju. Þar er gætt að hafa aðlaðandi en þó holla fæðu í boði.