Hótel Nayra er nýtt og fallega hannað fjögurra stjörnu hótel sem staðsett er rétt við Yumbo verslunarkjarnann á Ensku ströndinni. Hótelið er eingöngu fyrir 18 ára og eldri og einblínir á að gestir njóti rólegheitar og slökunar í fríinu.
Hótel Nayra er á einni hæð með 46 herbergi. Herbergin eru fallega hönnuð í einföldum og björtum nútímastíl. Þau eru öll með helstu þægindi eins og loftkælingu, sjónvarpi, síma, mini-bar, öryggishólfi og fallegu baðherbergi með hárþurrku. Öll herbergin snúa að sundlauginni og eru með verönd.
Garðurinn er með notalegri sólbaðsaðstöðu og sundlaug sem er upphituð yfir vetratímann. Í garðinum má einnig finna sundlaugarbar sem er opinn til kl. 19.00 á kvöldin. Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaðqur og líkamsræktarstöð sem er búin öllum helstu tækjum. Einnig er hægt að panta nuddtíma á hótelinu, en þá þarf að panta tíma hjá mótttöku hótelsins.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna.
Mjög góð gisting fyrir 18 ára og eldri sem kjósa stílhreina og fallega gistingu þar sem áhersla er lögð á slökun og rólegheit.