Eugenia Victoria
Hótellýsing

Hotel Eugenia Victoria er eitt vinsælasta hótel Heimsferða. Margir farþega okkar dvelja hér aftur og aftur, einfaldlega vegna þeirrar þjónustu sem í boði er á hótelinu. 

Herbergin eru björt, rúmgóð og innréttuð í fallegum klassískum stíl, öll með svölum (*), sjónvarpi, síma, ísskáp og öryggishólfi. Baðherbergi eru með hárþurrku. *Athugið að einstaklingsherbergi eru ekki með svölum. 

Hótelið hefur verið endurnýjað að hluta undanfarin ár. Hótelgarðurinn er afar glæsilegur með frábærri aðstöðu þar sem meðal annars er að finna sundlaug, barnalaug, góða sólbaðsaðstöðu, veitingastað, hárgreiðslustofu, tennisvöll, gufubað, heilsulind og líkamsræktaraðstöðu. Skemmtidagskrá er á kvöldin og þá mikið lagt upp úr lifandi tónlist. 

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna á hótelinu.