Barceló Margaritas er hluti af Barceló Hotels & Resorts keðjunni. Hótelið hefur gengið í gegnum algjöra endurnýjun og uppfyllir nú alla staðla þessarar hótelkeðju. Það býður upp á flotta þjónustu og eins er sameiginleg aðstaða góð í alla staði. Hótelinu er skipt í tvo hluta þar sem öðrum megin er í boði allt innifalið og allt innifalið plus en hinum megin er í boði svokölluð Royal Level þjónusta.
Hótelið er með 329 herbergi sem öll hafa verið endurnýjuð og innréttuð í hlýlegum litum til að veita slökun og vellíðan. Standard herbergin eru rúmgóð (35 fm) og öll með verönd eða svölum, loftkælingu, þráðlausu neti (wifi), sjónvarpi, mini-bar (gegn gjaldi), síma og öryggishólfi (gegn gjaldi). Baðherbergin eru með sturtu og hárþurrku. Hér er hægt er að bóka allt innifalið eða allt innifalið plus.
Einnig er hægt að gista í Junior eða Junior Deluxe svítum á Royal Level svæðinu en þær eru stærri (45 fm) en standard herbergin. Gestir þessa svæðis eru með fyrsta flokks þjónustu, sérsundlaug og sérsólbaðsaðstöðu ásamt því að hafa aðgang að allri aðstöðu hótelsins. Svíturnar eru útbúnar öllu sem standard herbergin eru með en eru þar að auki með t.d. katli til að útbúa kaffi eða te og með sloppum og inniskóm. Gestir á Royal Level svæðinu fá einnig sundlaugarhandklæði lánuð að vild og eru með ýmis fríðindi í mat og drykk.
Öryggishólf eru á öllum herbergjum og kostar 3 evrur á dag að leigja þau.
Á hótelinu er hlaðborðsveitingarstaður og bar. Hér er ýmis konar afþreying og skemmtidagskrá í boði, kvölds og morgna, fyrir alla aldurshópa. Í garðinum eru tvær sundlaugar og þá er bæði líkamsræktaraðstaða til staðar sem og krossfitssvæði (utandyra) þar sem boðið er upp á kennslu. Fríar strætóferðir eru frá hótelinu niður á ensku ströndina.