Servatur Waikiki
Hótellýsing

Afar góður valkostur sem býður mjög fjölbreytta þjónustu á Ensku ströndinni! Hotel Servatur Waikiki tilheyrði áður Riu-hótelkeðjunni og er í sömu götu og Hotel Eugenia Victoria (frekar ofarlega í götunni),  u.þ.b. í eins kílómetra fjarlægð frá ströndinni. 

Á hótelinu eru 497 herbergi sem voru endur innréttuð árið 2015 og eru því húsgögn og innréttingar í nútímalegum stíl, en þau eru öll búin sjónvarpi, síma, öryggishólfi, loftkælingu og svölum eða verönd.

Takið eftir að það er ísskápur í superior herbergjum á hótelinu. 

Í hótelgarðinum er afar góð og stór sundlaug ásamt aðstöðu til sólbaða. Þá er hér einnig leiksvæði fyrir börn og starfræktur barnaklúbbur fyrir yngstu börnin. Veitingastaður og sundlaugarbar er á staðnum en einnig setustofa inni á hótelinu með sjónvarpi og spilaborðum. Á hótelinu er lítil líkamsræktarstöð en einnig er hægt að spila tennis, borðtennis, þythokkí og blak.  

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna á hótelinu.