Sanom Beach Resort er nýlega uppgerð fjögurra stjörnu gisting og frábærlega vel staðsett, einungis í 10 mínútna göngufjarlægð frá Yumbo Center á Playa del Inglés. Hótelið er eingöngu fyrir fullorðna.
Herbergin eru smekklega innréttuð í ljósum litum og öll helstu þægindi til staðar. Falleg verönd er fyrir framan öll herbergin sem eru á jarðhæð með stólum og borði. Lítil en notaleg sundlaug og góð sólbaðsaðstaða er í garðinum. Önnur sameiginleg aðstaða á Sanom Beach Resort er deilt með San Valentin hótelinu en sú aðstaða er ekki uppgerð.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna.