Miraflor Suites
Hótellýsing

 

Miraflor Suites samanstendur af notalegum smáhýsum og er staðsett miðsvæðis á Playa del Ingles svæðinu. Í nágrenninu má finna verslanir og þá eru verslunarkjarnarnir Yumbo og Kasbah í göngufjarlægð. Á ströndina er um 20 mínútna gangur frá hótelinu en gestum býðst akstur niður á strönd nokkrum sinnum á dag að kostnaðarlausu. 

 

Hér eru stúdíó og íbúðir með einu svefnherbergi í nútímalegum stíl með verönd. Stúdíóin og íbúðirnar eru vel búnar með eldhúsaðstöðu, ísskáp, örbylgjuofni og kaffivél. Einnig er hér loftkæling, sjónvarp, sími og öryggishólf gegn gjaldi. 

Superior íbúðir, superior stúdíó og junior svítur eru nýuppgerðar. 

 

Á hótelinu er fallegur sundlaugargarður í hitabeltisstíl með sundlaug og barnalaug. Góð sólbaðsaðstaða er í garðinum með sólbekkjum, sólhlífum og sundlaugarbar. 

 

Barnaklúbbur er starfræktur fyrir 4-14 ára, bæði kvölds og morgna, 6 daga vikunnar. Þá er hér einnig barnaleiksvæði. Þvottaaðstaða er á hótelinu með þvottavél og þurrkara sem gestir geta notað gegn gjaldi. Þá býðst gestum einnig að njóta nuddmeðferða gegn gjaldi. 

 

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.