Cordial Mogán Valle er fjölskylduvænt 3ja stjörnu íbúðahótel í hinum fallega strandbæ Puerto de Mogán. Á hótelinu er góð sundlaug og barnalaug ásamt vatnsleikjasvæði. Fallegt íbúðahótel í rólegu umhverfi.
Íbúðirnar eru rúmgóðar og bjartar og vel búnar helstu þægindum. Í boði eru íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum og eru þær allar með stórri verönd eða svölum með garðhúsgögnum og sólbekkjum. Þá er stofa og góð eldhúsaðstaða með örbylgjuofni, brauðrist og kaffivél, vifta í lofti, gervihnattasjónvarp og öryggishólf (gegn gjaldi). Íbúðir með einu svefnherbergi og taka 3 fullorðna eða 2 fullorðna og 2 börn en íbúðir með tveimur svefnherbergjum taka 5 fullorða eða 2 fullorðna og 4 börn.
Hótelgarðurinn er snyrtilegur með sundlaug sem er upphituð á veturna, tveimur heitum pottum, barnasundlaug og leiksvæði fyrir börn. Einnig er starfræktur barnaklúbbur fyrir börn á aldrinum 4-12 ára. Þá er líkamsræktaraðstaða og heilsulind sem gestir geta sótt gegn gjaldi. Þvottaaðstaða er einnig á hótelinu (gegn gjaldi).
Í aðalbyggingu er hlaðborðs-veitingastaður, snarlbar með létta rétti og sundlaugarbar. Einnig er þar a la carte veitingastaður sem sérhæfir sig í mexíkóskri matargerð. Verslunarmiðstöð er í grennd við hótelið og þar er að finna matvöruverslun. 600 m eru í Mogan ströndina og sjarmaerandi höfnina. Strætóstoppistöð er 400 m frá hótelinu ef farþegar vilja taka strætó yfir í aðra bæi.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu farþega sinna á hótelinu.