Gardavatn liggur í skjóli Alpanna í norðri og í suðri tekur Pósléttan við og er vatnið það stórt að það teygir sig inn í þrjú héruð, Veneto, Lombardia og Trentino-Alto Adige. Staðurinn er margrómaður fyrir náttúrufegurð, há fjöllin sem umlykja vatnið og vínframleiðslu í Valpolicella dalnum og víðar. Allt umhverfis vatnið er að finna fjölbreyttan gróður en svæðið er nyrsta ólífu- og vínræktarsvæði í Evrópu.
Við Gardavatn er fjölskyldu- og skemmtigarðurinn Gardalandia, þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Einnig er fjöldi af ýmsu vatnasporti og miklir möguleikar til útivistar. Stutt er á milli bæja sem hægt er að sigla, hjóla og jafnvel ganga á milli.
Það verður enginn ósnortinn af fegurð vatnsins, smábæjanna, höfnum og ströndum við vatnsbakkann, stórbrotnum vegamannvirkjum og rómantískum gönguleiðum með fram vatninu.
Gardavatn er staður sem allir elska og þangað er hægt að koma aftur og aftur og uppgötva nýja og spennandi staði í hverri ferð. Allir eiga sinn uppáhalds bæ. Landslagið, gróðurinn og fögur fjallasýn ramma svo inn þetta stærsta stöðuvatn á Ítalíu.
Heimsferðir geta útvegað akstur til og frá Verona flugvelli gegn aukagjaldi og fullgreiða þarf við bókun.
Verðdæmi 2023:
Akstur frá Verona flugvelli til Garda, Bardolino og Lazise (um 30-40 mín. akstur):
- 1-3 pax: 17,600 ISK pr leið pr bíll
- 4-6 pax: 21,400 ISK pr leið pr bíll
Akstur frá Verona flugvelli til Nago-Torbole og Riva del Garda (um 1 ½ klst. akstur):
- 1-3 pax: 37,600 ISK pr leið pr bíll
- 4-6 pax: 42,600 ISK pr leið pr bíll
*Upplýsingar um verð fyrir 7 eða fleiri saman í hópi vinsamlegast hafið samband við sölufulltrúa Heimsferða.
Ath! Enginn fararstjóri á vegum Heimsferða er á svæðinu.
Riva del Garda
Riva del Garda er fallegur bær staðsettur við norðurenda Gardavatns með litríkum byggingum, miðaldaturnum og þröngum húsasundum. Við sjávarbakkann má finna fjöldann allan af veitingastöðum og einnig í gamla bænum. Í Riva er hægt að leigja báta til að sigla útá vatnið og einnig er löng strönd sem hentar til sólbaðs og sunds. Hægt er að njóta auðveldra gönguferða um bæinn, rölta með fram vatninu eða í lengri gönguferðir um fjöllin í kring. Bærinn er sá næststærsti við vatnið og bíður upp á mikið líf en samt sem áður svo kyrrlátur.
Lazise
Bærinn er einstaklega skemmtilegur með þröngum hellulögðum strætum, litlum veitingastöðum, kaffihúsum og spennandi sérverslunum og er mikið eftirlæti ferðamanna.
Sirmione
Er einn af vinsælustu bæjum við vatnið og þykir gamli bærinn einstaklega fallegur, þá sérstaklega gamli bæinn með tignarlegum kastalavirkjum. Bærinn teigir sig út á lítinn skaga og yst á skaganum (við byrjun á gamla bænum) er öll umferð ökutækja og hjólreiða bönnuð. Þar má finna ýmsa veitingastaði og verslanir.
Garda
Bærinn Garda liggur skammt frá Bardolino og er einn af minnstu bæjunum við vatnið. Gamli bærinn er mjög sjarmerandi með litríkum húsum og lítilli höfn með fullt af dæmigerðum ítölskum bátum. Meðfram vatninu má finna veitingastaði, litlar verslanir og kaffhús. Vikulega er haldinn markaður sem hægt er að kaupa og smakka fjölmargar vörur frá héraðinu.
Isola del Garda
Isola del Garda er stærsta eyjan á vatninu. Á eyjunni er stórkostlegur kastali með fallegum hallargarði og er nú aðsetur Cavassa fjölskyldunnar. Hægt er að sigla út í eyjuna og oft eru tónleikar skipulagðir yfir sumartímann. Einnig hafa verð haldin ævintýraleg brúðkaup á eyjunni.
Borgin Verona
Verona er borg menningar, lista og rómantíkur. Hún var stofnuð á 1.öld f.Kr. en þar má finna minjar frá tímum Rómarveldis og ber þar hæst hringleikahúsið Arena. Árið 2000 var borgin skráð á heimsminjaskrá UNESCO vegna borgarskipulags og byggingarlistar. Í Verona eru óteljandi kirkjur, þröngar götur, gamlar brýr, listasöfn og gallerí, og þar er tilvalið að upplifa matarmenningu Ítala og fá sér aperitivo.
Shakespeare notaði Verona sem sögusvið í leikritum sínum; Rómeó og Júlíu og Herrarnir tveir frá Veróna. Þrátt fyrir að óvíst sé hvort Shakepeare hafi nokkurn tímann komið til Verona þá hefur harmleikurinn um Rómeó og Júlíu lokkað margan ferðamanninn til Verona og nærliggjandi borga. Ferðamenn heimsækja þá gjarnan Hús Júlíu og aðra staði tengda sögusviði Rómeó og Júlíu.
Hér má finna áhugaverða grein eftir Ágústu sem sér um fararstjórn í ýmsum sérferðum og borgarferðum Heimsferða á Ítalíu:
- Garda við Garda
Smelltu hér til að skoða hagnýtar upplýsingar um Gardavatnið
Í kringum Gardavatnið má finna skemmtilega afþreyingu fyrir alla fjölskylduna.
Göngu- og hjólaleiðir | Mikið er af göngu- og hjólaleiðum við vatnið og í nágrenni þessi. Tilvalið að leigja hjól t.d. hjá Garda Bike Land eða Garda Bike Shop. |
Bátsferðir | Hægt er að leigja bát með eða án skipstjóra. |
Vínsmökkun | Valpolicella héraðið er þekkt fyrir vín og því um að gera að fara í vínsmökkun á meðan dvalið er við Gardavatnið. |
Skemmti- og fjölskyldugarðar | - Gardalandia rétt fyrir utan Peschiera er einn vinsælasti skemmtigarður í Evrópu með tækjum og sýningum sem henta bæði börnum og fullorðnum. - Caneva World Resort er ævintýralegur vatnsleikjagarður rétt fyrir utan Gardalandia. - Parco Cavour sund- og vatnagarður með strandstemmingu skammt suður af Peschiera. - Parco Natura Viva er fjölbreytilegur dýragarður við Bussolengo, rétt austan við vatnið. |
Seglbretti | Torbole og Riva við norðurhluta vatnsins bjóða upp á bestu skilyrðin fyrir seglbrettafólk. |
*Vert er að taka fram að þessar ferðir eru ekki á vegum Heimsferða, heldur aðeins hugmyndir um áhugaverða staði. Heimsferðir bera ekki ábyrgð á miðakaupum.