Hotel Poiano er staðsett á gróðursælu svæði í hlíðunum við Garda. Frá hótelinu eru u.þ.b. 2 km í miðbæ Garda og að bökkum Gardavatnsins, auðvelt er að komast þangað gangandi eða með skutlþjónustu í boði hótelsins.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn. Á hótelinu er morgunverðarsalur, tveir veitingastaðir, tveir barir, snarlbar við sundlaugina, líkamsræktaraðstaða, heilsulind (auka gjald), leikvöllur, barnaklúbbur: Tennisvellir, padelvellir, og 2 holu golfvöllur( gegn gjaldi ). Hægt er að bóka einkaþjálfara í líkamsræktinni, kennara í tennis og golfi. Hægt er að velja um gistingu með morgunverði, hálfu fæði (þ.e.a.s. morgunverði og kvöldverði) eða fullu fæði (þ.e.a.s. morgunverði, hádegisverði og kvöldverði).
Hótelið samanstendur af nokkrum byggingum sem passa inn í landslagið, umkringd trjágróðri. Herbergin eru staðsett í mismunandi byggingum. Í miðbyggingunni er heilsulindin, móttakan, sjónvarpssalur, bar, veitingastaður og verönd hótelsins.
Herbergin eru innréttuð á klassískan máta í jarðarlitum með viðargólfi, loftkælingu, flest með svölum og frá sumum er útsýni yfir Gardavatnið. Á öllum herbergjum er loftkæling, sími, sjónvarp, minibar (gegn gjaldi) öryggishólf og hárþurrka á baðherbergi.
- Costabella herbergin eru 20 m² tvíbýli með svölum á 1.-2.hæð í aðalbyggingunni.
- Panorama herbergin eru 20 m² tvíbýli með svölum á 1.-2.hæð í aðalbyggingunni, af svölunum er útsýni út á Gardavatnið.
- Junior svíturnar eru 40 m² með verönd eða svölum og útsýni út á Gardavatnið. Herbergin eru staðsett á jarðhæð og 1.hæð í tveggja hæða byggingu 200 m frá aðalbyggingu hótelsins. Að hámarki geta fjórir gist saman í junior svítu.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.