Hotel Carlton
Hótellýsing

Hotel Carlton er gott hotel staðsett í Jesolo di Lido í nágrenni Feneyjar og u.þ.b. 170 km frá flugvellinum í Verona.  Gestamóttaka hótelsins er opin allan sólarhringinn.  Hótelið er staðsett við ströndina og með útsýni beint út á Adriahaf.   Einkaströnd fyrir hótelgesti beint fyrir framan hótelið. Tvær sundlaugar með nuddpottum.  Staðsetning hótelsins er í rólegu umhverfi en örstutt frá miðbænum.
Fyrir þá sem vilja heimsækja Feneyjar á meðan á dvöl stendur þá er stysta leiðin að keyra frá Jesolo til Punta Sabbioni u.þ.b. 15 km, leggja bilnum þar og taka bát sem fer á hálftíma fresti yfir til Piazza San Marco í Feneyjum.