Europa Skypool & Panorama
Hótellýsing

Huggulegt og vel staðsett hótel í Riva del Garda

Europa Skypool & Panorama er huggulegt og vel staðsett hótel í bænum Riva del Garda. Bærinn er norðan megin við Gardavatnið og næststærsti bærinn við vatnið. Hótelið er staðsett miðsvæðis í bænum, alveg við vatnið og því stutt í alla þjónustu. Fallegt útsýni er yfir vatnið og 300 m gangur að strönd.

Á hótelinu eru lítil sundlaug og sólbaðsaðstaða með útsýni yfir vatnið. Hér er einnig veitingastaður sem býður upp á morgunverð og kvöldverð.

Hjólageymsla er á hótelinu en frá Riva del Garda eru margar skemmtilegar hjóla– og gönguleiðir. Hægt er að fá lánuð reiðhjól hjá hótelinu gegn tryggingargjaldi.

Herbergin eru innréttuð í fallegum stíl með loftkælingu, sjónvarpi, öryggishólfi, minibar, síma og á baðherbergi má finna hárþurrku. Ath. engar svalir eru á herbergjunum. Endurbætur á herbergjunum voru gerðar árið 2016.

Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.

Fallegt hótel og góð staðsetning!