Palme di Garda
Hótellýsing

Hér er um að ræða einfalt hótel staðsett staðsett um 300 metra frá miðbæ Garda. 

Á hótelinu eru 255 herbergi og hér er móttakan opin allan sólarhringinn. 

Herbergin eru snyrtileg og innréttuð á einfaltan máta. Öll herbergin eru búin sjónvarpi, síma, öryggishólfi, loftkælingu (aðeins í júlí og ágúst) og svölum eða verönd. Á baðherbergi er ýmist sturta eða baðkar og hárþurrka.

Á hótelinu hafa gestir aðgang að fríu bílastæði, bar, veitingastað og í garðinum er sundlaug, barnalaug, sólbekkir og sólhlífar. 

Gestir hótelsins fá sérstök kjör á nærliggjandi golfvöllum og beint fyrir utan hótelið er strætóstoppustöð.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu gegn gjaldi, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.