Wind Hotel & Verona borg
Hótellýsing

7 nætur við Gardavatnið og 2 nætur í Verona

Hér bjóðum við uppá samsetta ferð þar sem dvalið er við Gardavatnið í 7 nætur og 2 nætur á 4 stjörnu hóteli í borginni Verona. Um 10 dögum fyrir brottför kemur í ljós á hvaða hóteli verður dvalið á í Verona.

Wind Hotel er einfalt og nútímalegt hótel u.þ.b. 6 km fyrir utan þorpið Malcesine. Hótelið er vinsælt vegna nálægðar sinnar við ströndina og vatnasports.

Hótelið var gert upp árið 2021 í nútímalegum stíl. Á hótelinu er veitingastaður, bar og gestamóttaka sem er opin allan sólarhringinn. Hálft fæði er innifalið (þ.e.a.s. morgunverður og kvöldverður) á meðan dvalið er við Gardavatnið, en eingöngu morgunverður í Verona. 

Hótelgarðurinn er einfaldur með sundlaug, sólbekkjum og sólhlífum. 

Herbergin eru einföld með útsýni út á Gardavatnið. Á öllum herbergjum eru sjónvarp, minibar, öryggishólf, loftkæling, svalir og hárþurrka á baðherbergi. 

Hótelið er vinsælt meðal þeirra sem stunda ýmisskonar vatnaíþróttir vegna nálægðar þess við ströndina og skóla sem kenna Kitesurfing, Windsurfing o.fl. 

Hótelið bíður upp á bílastæði gegn gjaldi.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.