Hotel Sole Malcesine
Hótellýsing

Hotel Sole Malcesine er gott hótel staðsett við ströndina í þorpinu Navene, u.þ.b. 5 km frá í miðbæ Malcesine.

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn. Á hótelinu eru tveir veitingastaðir, bar, barnaklúbbur, lítil heilsulind með sauna, heitapotti og slökunarsvæði. Hér fylgir „létt allt innifalið" með gistingunni. Í all inclusive light er:  
- Morgunverðarhlaðborð
- Léttur hádegisverður s.s. salat, pastaréttir og kaldir réttir
- 4 rétta kvöldverður
- Drykkir sem eru innifaldir með hádegisverði og kvöldverði: vatn, gos, bjór, húsvín, gin, romm og vodki
- Drykkir á barnum milli 12:00-22:00 eru innifaldir vatn, gos, bjór, húsvín, gin, romm og vodki
- Enginn snarlbar í boði

Í hótelgarðinum er sundlaug og eru sólbekkir í kringum laugina. 

Herbergin eru hlýleg og einföld. Á öllum herbergjum er loftkæling, sími, sjónvarp, öryggishólf og hárþurrka á baðherbergi. 
- Superior herbergin eru 23 m² með hliðarsýn út á Gardavatnið.
- Panorama herbergin eru 19 m² með útsýni út á Gardavatnið. 
- Fjölskylduherbergi herbergin eru 28 m² með hliðarsýn út á Gardavatnið. Í herberginu er hjónarúm ásamt svefnsófa.
Ungabörn eru ekki leyfð í superior og panorama herbergjunum. 

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.

Vefsíða hótelsins