Hotel Savoy Palace
Hótellýsing

Huggulegt hótel með heilsulind

Hotel Savoy Palace er gott hótel staðsett 150 m frá ströndinni og 900 m frá gamla bænum í Riva del Garda. 

Á hótelinu er góð aðstaða fyrir gesti. Þar má finna veitingastað sem býður upp á ítalska og alþjóðlega matargerð, á Savoy barnum er boðið upp á tónlistarskemmtun á kvöldin og á sundlaugarbarnum er hægt að kaupa ís, gosdrykki, og létta rétti. Hótelið býður upp á lúxus heilsulind með líkamsræktaraðstöðu, upphitaðri innisundlaug, gufubaði og tyrknesku baði. Barnaklúbbur er starfræktur fyrir 4-10 ára börn frá lok júní fram í byrjun september.  

Hálft fæði er innifalið með gistingunni (þ.e.a.s. morgunverður og kvöldverður). 

Í hótelgarðinum eru ólífutré, pálmatré og rósir sem ramma inn sundlaugarsvæðið sem er með stórri útisundlaug, sólbekkjum og sólhlífum. Gestir geta tekið þátt í afþreyingu á vegum hótelsins eins og jóga, gönguferðum og vatnsleikfimi.

Herbergin eru um 17 m² að stærð, innréttuð í klassískum ítölskum stíl með viðargólfum og stórum gluggum. Á öllum herbergjum má finna svalir með stólum og borði, síma, sjónvarp, minibar, öryggishólf, loftkælingu og hárþurrku á baðherbergi. Öllum herbergjum fylgja baðsloppar og inniskór.   

Hótelið býður upp á bílastæði fyrir gesti, einnig er í boði að fá lánuð reiðhjól.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.