Hotel Internazionale er einfalt hótel staðsett 2 km frá miðbæ Torri del Benaco og 5 km frá bænum Garda. Frá hótelinu eru 20 m niður á smásteinaströnd við Gardavatnið þar sem hægt er að slaka á.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn. Á hótelinu er bar, veitingastaður, sauna og gufubað. Hótelið er samsett af aðalbyggingu með standard herbergjum, nýrri byggingu með rúmgóðum lúxusherbergjum, ásamt 4 viðbyggingum með ódýrari gistingu.
Í hótelgarðinum er með sólríkri verönd og sundlaug.
Á hótelinu eru 150 einföld herbergi, öll búin helstu þægindum og eru sum með svölum eða verönd. Á öllum herbergjum er sími, sjónvarp, öryggishólf, ísskápur og hárþurrka á baðherbergi. Loftkæling er eingöngu í boði í júlí og ágúst.
Yfir háannatíma gengur smárúta á milli hótelsins og miðbæjar Torri di Benaco – gegn auka gjaldi.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu í gestamóttökunni, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.