Hotel alla Torre er einfalt hótel sem stendur við Piazza Calderini torgið í gamla hluta bæjarins Garda u.þ.b. 2 mínútna göngufjarlægð frá Gardavatninu.
Á hótelinu er bar og veitingastaður. Morgunverður er innifalinni í gistingunni, en hann er borinn fram á Hotel Astoria sem er í nokkra metra fjarlægð.
Engin sundlaug er á hótelinu.
Herbergin eru einföld með loftkælingu, sjónvarpi, öryggishólfi og hárþurrku á baðherbergi. Engar svalir eru á herbergjunum.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu á almenningssvæðum, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.