7 nætur við Gardavatnið og 2 nætur í Verona
Hér bjóðum við uppá samsetta ferð þar sem dvalið er við Gardavatnið í 7 nætur og 2 nætur á 4 stjörnu hóteli í borginni Verona. Um 10 dögum fyrir brottför kemur í ljós á hvaða hóteli verður dvalið á í Verona.
Bella Lazise er þægilegur gistivalkostur sem tilheyrir bænum Lazise sem er um 20 mín keyrslu frá Verona flugvelli. Hótelið er staðsett aðeins fyrir utan bæinn og tekur um 4 mín að aka inn í bæinn. Í kringum hótelið er rólegt svæði en stutt er að ganga niður að vatninu. Stuttur akstur er í alla helstu þjónustu og afþreyingu, hér hentar því vel að hafa bíl til umráða.
Á hótelinu er sundlaug og sólbaðsaðstaða með sólbekkjum og sólhlífum. Lítil líkamsrækt og heilsulind með innilaug er á hótelinu. Hægt er að fá nudd og snyrtimeðferðir gegn gjaldi. Veitingastaður er á hótelinu sem hægt er að fá morgunmat.
Herbergin eru innréttuð í hlýlegum stíl og búin loftkælingu, sjónvarpi og síma. Það eru ekki svalir á öllum herbergjum.
Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.
Stuttur akstur í alla helstu þjónustu!