Hotel Garda Bellevue er snyrtilegt hótel staðsett nálægt ströndinni í bænum Limone.
Snyrtileg herbergi með loftkælingu, sjónvarpi, öryggishólfi, minibar, síma og á baðherbergi má finna hárþurrku. Ath flest herbergi eru með svölum eða verönd.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn. Á hótelinu er veitingastaður sem býður upp á alþjóðlega og ítalska matargerð. Tvær sundlaugar þar af önnur fyrir börn, ásamt sólbaðsaðstöðu og sundlaugarbar. Frítt bílastæði ef lagt er úti 10€ á dag ef lagt er í bílastæðahúsi.
Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn