Hotel Le Tegnue er gott hotel staðsett í Chiggia Ottomarina í nágrenni Feneyjar og u.þ.b 135 km frá flugvellinumí Verona. Á hótelinu eru tvær góðar sundlaugar og nuddpottur. Öll herbergi eru loftkæld. Flest herbergi snúa út að sjó en ekki eru öll herbergi með svölum. Hægt er að leigja reiðhjól í andyrri hótelsins. Gott aðgengi er frá hótelinu út á strönd þar sem hægt er að leigja sólbekki og sólhlífar.
Fyrir þá sem vilja heimsækja Feneyjar á meðan á dvöl stendur þá er stysta leiðin að keyra frá Jesolo til Punta Sabbioni u.þ.b. 15 km, leggja bílnum þar og taka bát (sem gengur á hálftíma fresti) yfir til Piazza San Marco í Feneyjum.