7 nætur við Gardavatnið og 2 nætur í Verona
Hér bjóðum við uppá samsetta ferð þar sem dvalið er við Gardavatnið í 7 nætur og 2 nætur á 4 stjörnu hóteli í borginni Verona. Um 10 dögum fyrir brottför kemur í ljós á hvaða hóteli verður dvalið á í Verona.
Aqualux Hotel & Spa er nútímalegt hótel í útjaðri Bardolino. Um 10 mínútna gangur er niður að höfninni.
Hótelið er nútímalega innréttað og er aðstaðan á hótelinu hönnuð með vellíðan gesta að leiðarljósi. Á hótelinu er hlaðborðsveitingastaður, bar, líkamsræktaraðstaða og heilsulind. Morgunverður er innifalinn.
Hótelgarðurinn er fallega hannaður með trjám og blómum í kringum sundlaugarnar. Þar er 250 fermetra sundlaug sem er samtengd einni innisundlauginni, saltvatnslaug, nuddpottur og barnasundlaug. Í kringum sundlaugarnar eru sólbekkir og sólhlífar. Milli kl. 18:00-20:00 er sundlaugasvæðið eingöngu opið fullorðnum.
Aqua herbergin eru rúmgóð og hlýleg herbergi með útsýni yfir hótelgarðinn. Öll herbergin eru hljóðeinangruð með loftkælingu og eru flest með sérsvölum. Á öllum herbergjum eru sjónvarpi, minibar og öryggishólf. Baðsloppur og inniskór fylgja öllum herbergjum.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.