Hotel Giardino Verdi
Hótellýsing

Giardino Verdi er gott hótel á rólegum og gróðursælum stað við Piazza Giardino torgið í jaðri gamla bæjar Riva del Garda.

Á hótelinu er veitingastaður sem býður upp á alþjóðlega matargerð, kaffihús og bar. Á þaki hótelsins er slökunarsvæði með nuddpotti og gufubaði. Hér er hægt að velja um gistingu með morgunverði eða hálfu fæði (þ.e.a.s. morgunverð og kvöldverð).

Engin sundlaug er við hótelið.

Um 40 herbergi eru á hótelinu og eru herbergin nútímaleg, einföld og þægileg með síma, sjónvarpi, minibar, öryggishólfi, loftkælingu  og hárþurrku á baðherbergi. 
- Tvíbýli MEDIUM án svala – 16 m²
- Tvíbýli LARGE með svölum – 20 m²

Hótelið er staðsett innan svæðis þar sem umferð er takmörkuð. Gestir hótelsins sem koma á bílaleigubíl þurfa að hafa samband við hótelið og láta vita hvert bílnúmerið er. 

Hægt er að bóka bílastæði hjá hótelinu við bókun, bílastæði kostar 30€ á dag og greiðist beint til hótelsins. Annars er hægt að leggja í almenningsstæði við komu á hótelið. 

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.

Vefsíða hótelsins