Hotel Cambridge er gott hótel staðsett í Jesolo di Ludo og stutt frá Feneyjum. Hótelið var byggt árið 1967 en hefur verið vel við haldið og nýlega tekið í gegn. Staðsetningin er góð, stutt frá Piazaa Mazzini torginu og miðbænum. Líflegt umhverfi þar sem er fjöldi veitingastaða, verslanir og kaffihús. Fyrir þá sem vilja heimsækja Feneyjar á meðan á dvöl stendur þá er stysta leiðin að keyra frá Jesolo til Punta Sabbioni en aksturinn þangað er um 15 km. Þar er hægt að leggja bílnum og taka bát sem gengur á hálftíma fresti yfir til Piazza San Marco í Feneyjum.