Park Hotel Val di Monte er gott 3* hótel staðsett u.þ.b. 4 km frá í miðbæ Malcesine og strönd Gardavatns.
Á hótelinu er útisundlaug, tennis- og blakvöll og fótboltavöll. Sundlaugin er með sólbekkjum og er opin frá maí til október. Það er líka barnaleikvöllur í garðinum og ókeypis útibílastæði.
Herbergin eru annað hvort með svölum eða verönd með útsýni yfir sundlaugina, garðinn eða nærliggjandi fjöll.
Herbergin eru með sjónvarpi með gervihnattarásum og sérbaðherbergi með inniskóm og snyrtivörum.
Fjölbreytt morgunverðarhlaðborðið, heimabakaðar kökur, ferska ávexti og soðin egg og fl.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.
ATH: Við mælum með að vera á bíl þegar dvalið er á hótelinu þar sem að það er staðsett upp í hlíðunum fyrir ofan Malcesine