Garda Hotel Forte Charme & Verona borg
Hótellýsing

7 nætur við Gardavatnið og 2 nætur í Verona

Hér bjóðum við uppá samsetta ferð þar sem dvalið er við Gardavatnið í 7 nætur og 2 nætur á 4 stjörnu hóteli í borginni Verona. Um 10 dögum fyrir brottför kemur í ljós á hvaða hóteli verður dvalið á í Verona.

Garda Hotel Forte Charme er fallegur gistivalkostur staðsettur í Nago-Torbole, sem er lítill fallegur bær skammt frá bænum Riva del Garda. Hótelið er staðsett í um 2 km fjarlægð frá miðbænum, en í boði er minibus sem fer frá hótelinu og til baka reglulega yfir daginn. 

Hér er mjög fallegt útsýni yfir vatnið, og svæðið hentar sérstaklega vel fyrir þá sem eru að leita af hreyfingu í fríinu ásamt því að slaka á og njóta ítalskrar matargerðar.

Á hótelinu er sundlaug með góðri sólbaðsverönd með stórkostlegu útsýni yfir vatnið. Á veröndinni er einnig heitur pottur og sundlaugarbar. Hér er líkamræktaraðstaða, sauna og hvíldarherbergi. Hægt er að fá einkaþjálfara og jógakennslu gegn gjaldi. Einnig er hægt að leigja rafhjól, fara í fjallgöngu, fjallaklifur eða leiga kajak og fara í siglingu á vatninu.  Á hótelinu er veitingastaður með fallegu útsýni yfir vatnið sem bíður upp á bæði morgunverðarhlaðborð og kvöldverð. Morgunverður er innifalinn með gistingunni við Gardavatnið og í Verona. 

Herbergin eru innréttuð í fallegum stíl og búin öllum helstu þægindum eins og loftkælingu, sjónvarpi, svölum, öryggishólfi, minibar og síma og á baðherbergi má finna hárþurrku. Baðsloppur, inniskór og strandarhandklæði eru til staðar, til afnota við sundlaugina

Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.

Þetta hótel er þar sem vatnið mætir fjöllunum!