Hotel Cortina
Hótellýsing

Hotel Cortina er einfalt fjölskyldurekið hótel í sögulega miðbænum í Garda. Veitingastaðir og litlar verslanir eru í nágrenni hótelsins og er u.þ.b. 500 m göngufjarlægð niður á steinaströnd.

Gestamóttaka hótelsins er eingöngu opin á daginn. Við morgunverðarsalinn er lítil setustofa. Hægt er að kaupa drykki og snarl á barnum við hlið gestamóttökunnar. 

Hvorki er sundlaug né sólbaðsaðstaða við hótelið. 

Herbergin eru einföld, innréttuð með viðarhúsgögnum og með teppum á gólfum. Á herbergjunum er  sími, sjónvarp,  öryggishólf og hárþurrka á baðherbergi. Ekki eru öll herbergi með svölum. Loftkæling er á herbergjunum, en notkun hennar takmarkast við tíma sem hótelið ákveður. 

Hótelið er komið til ára sinna.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu á öllum almenningssvæðum, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.