Gróðursæll gististaður í Riva del Garda
Hotel du Lac er hluti af Du Lac et du Parc Grand Resort í bænum Riva del Garda. Bærinn Riva del Garda er norðan megin við Gardavatnið og næststærsti bærinn við vatnið. Hótelsvæðið nær yfir 7 hektara með hóteli, svítum og bústöðum, allt hannað til að falla sem best inni í þetta gróðursæla svæði. Frá garðinum er hægt að ganga niður á strönd.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn, og er öryggisgæsla allan sólarhringinn á hótelsvæðinu. Ýmis þjónusta er í boði á svæðinu þar á meðal; þrjá veitingastaði, kaffihús og snarlbar, tvær útisundlaugar, heilsulind, líkamsræktaraðstaða og innisundlaug með vatnsleikfimi allan ársins hring. Einnig eru í boði siglingaklúbbur, sem og barnaklúbbur. Gestir hafa aðgang að spilaherbergi með Playstation, Nintendo Switch og borðspilum.
Hótelgarðurinn einkennist af miklum gróðri og þar eru mikið af bambus- og pálmatrjám ásamt dæmigerðri Miðjarðarhafsflóru, en það má finna 200 plöntutegundir. Í garðinum er ýmis íþrótta- og tómstundastaða m.a. tennisvellir, tvær sundlaugar (önnur þeirra er slökunarlaug sem er eingöngu ætluð fullorðnum), Armonia Spa & Fitness er staðsett í hjarta garðsins, bryggja fyrir skemmtibáta og fleira skemmtilegt.
Armonia Spa & Fitness er rúmgóð heilsulind og vellíðunarmiðstöð. Þar má finna sauna, gufubað, nuddpott og líkamsræktaraðstöðu. Úrval af andlits- og líkamsmeðferðum er í boði, sem og sér meðferðir fyrir börn gegn auka gjaldi.
Herbergin á eru stílhrein, hlýleg og með öllu því helsta sem gestir kunna að þarfnast á meðan á dvöl þeirra stendur. Á öllum herbergjum eru sími, sjónvarp, minibar, öryggishólf, loftkæling og hárþurrka á baðherbergi. Einnig fylgja baðsloppur og inniskór öllum herbergjunum. Ekki öll herbergi hafa svalir.
- Parc herbergin á Hotel Du Lac eru staðsett í hliðarálmu hótelsins með garðútsýni. Herbergin eru 25 m² að stærð og með svölum.
Reiðhjólaleiga er í boði!
Þvottaaðstaða í kjallara byggingarinnar „La Villa“ opin milli 08:00-24:00 (gegn gjaldi).
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.