Hótel Helios er nútímalegt hótel í Jesolo di Lido í nágrenni Feneyja, u.þ.b. 170 km frá flugvellinum í Verona.
Gestamóttaka hótelsins er opin allan sólarhringinn. Á hótelinu er veitingastaður, bar, líkamsræktaraðstaða og ókeypis reiðhjól í boðið til láns. Einnig er hægt að spila borðtennis og borðfótbolta.
Hótelið er með einkasvæði á ströndinni með sólbekkjum og sólhlífum rétt hjá hótelinu.
Í hótelgarðinum er upplituð sundlaug, sólbekkir og sólhlífar.
Herbergin eru einföld með viðargólfum og viðarhúsgögnum. Á öllum herbergjum eru sími, sjónvarp, öryggishólf, minibar, loftkæling og hárþurrka á baðherbergi.
Hótelið bíður upp á einkabílastæði fyrir gesti – ath. takmarkaður fjöldi stæða er í boði.
Fyrir þá sem vilja heimsækja Feneyjar á meðan á dvöl stendur þá er stysta leiðin að keyra frá Jesolo til Punta Sabbioni u.þ.b. 15 km, leggja bílnum þar og taka bát (sem gengur á hálftíma fresti) yfir til Piazza San Marco í Feneyjum.
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.