Principe di Lazise
Hótellýsing

Huggulegt 4* hótel með heilsulind

Principe di Lazise er fallegur gistivalkostur sem tilheyrir bænum Lazise sem er í u.þ.b. 20 mín keyrslu frá Verona flugvelli. Hótelið er staðsett um 5 mín keyrslu fyrir utan bæinn, en nálægt vatninu.

Hótelið er á tveimur hæðum og er annað hvort hægt að vera á efri hæðinni með svölum eða neðri hæðinni með verönd. Í sundlaugargarðinum er sundlaug ásamt nuddpotti, sundlaug með útsýni yfir vínakur, sundlaugarbar og sólbekkir með sólhlífum. Á hótelinu er falleg heilsulind með upphitaðri innilaug, sauna og líkamsrækt. Hægt er að fá nudd og snyrtimeðferðir gegn gjaldi. 

Veitingastaður og bar eru á hótelinu, og er hægt að sitja bæði inni og úti.

Herbergin eru innréttuð í fallegum stíl og búin öllum helstu þægindum eins og loftkælingu, sjónvarpi, minibar, öryggishólfi og síma. 

Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.

Lúxushótel!