Gott 4 stjörnu hótel við Garda vatnið og vel staðsett í bænum Garda. Hótelið er vel staðsett, miðsvæðis í bænum, og í göngufæri við alla þjónustu,
Junior svíta er búin öllum helstu þægindum, sjónvarpi, loftkælingu, öryggishólfi (gegn gjaldi), ketill, inniskó og ísskáp. Á baðherbergi er hárblásari.
Góður veitingastaður með hádegis- og kvöldþjónustu. Á þaki hótelsins er góð sólbaðsaðstaða með sólbekkjum og nuddpotti.
Þetta fallega hótel hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í gegnum þrjár kynslóðir og fær góða dóma gesta sinna varandi þjónustu.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.