Hotel Continental Wellness and Spa & Verona borg
Hótellýsing

7 nætur við Gardavatnið og 2 nætur í Verona

Hér bjóðum við uppá samsetta ferð þar sem dvalið er við Gardavatnið í 7 nætur og 2 nætur á 4 stjörnu hóteli í borginni Verona. Um 10 dögum fyrir brottför kemur í ljós á hvaða hóteli verður dvalið á í Verona.

Hotel Continental Wellness & Spa er staðsett á rólegum stað í gamla bænum á odda Sirmione skagans með útsýni út á Gardavatnið. Hótelið er staðsett innan gömlu virkisveggjanna og þar er nær eingöngu leyfð gangandi umferð. 

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn. Á hótelinu er veitingastaður sem býður upp á ítalska og alþjóðlega matargerð. Gestir hótelsins hafa aðgang að heilsulind hótelsins sem er með sauna, gufubaði og slökunarsvæði, þar er hægt að bóka nudd og snyrtimeðferðir. Morgunverður er innifalinn með gistingunni við Gardavatnið og í Verona. 

Hótelgarðurinn er í stöllum og í honum tvær útisundlaugar, pálmatré og blómabeð. Sundlaugarnar eru á tveimur hæðum í garðinum, sú efri og minni er fyrir utan heilsulindina, sú neðri er stærri með nuddpotti. Í kringum laugarnar eru sólbekkir og sólhlífar.  

Hótelið býður upp á 54 þægileg, björt og nútímaleg herbergi. Heimsferðir bjóða upp á superior herbergi með hliðarsýn út á vatnið. Á öllum herbergjum eru sími, sjónvarp, minibar, öryggishólf, loftkæling, svalir og hárþurrka á baðherbergi. Á öllum herbergjum eru baðsloppar og inniskór.

Frá hótelinu er um 15 mínútna gangur niður á Jamaica Beach sem er mjög líflegt og skemmtilegt svæði. 

Mjög takmörkuð bílaumferð er um gamla bæinn, en gestir hótelsins komast til og frá hótelinu og hafa aðgang bílageymslu og bílastæðum hótelsins. 

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.