Sisan Family Resort
Hótellýsing

Fjölskylduhótel í Bardolino

Sisan Family Resort er huggulegt fjölskylduhótel í bænum Bardolino. Hótelið er staðsett örlítið fyrir utan bæinn sjálfan, en alveg við vatnið. Falleg hjóla- og gönguleið er meðfram vatninu inn í miðbæinn og tekur um 10-15 mín að hjóla, en um 30 mín að ganga. Fyrir fólk með bílaleigubíl er hægt að geyma bílinn án aukagjalds 

Á hótelinu eru stór sundlaug með góðri sólbaðsaðstöðu og nokkrum rennibrautum. Hér er veitingastaður, bar og pizzastaður. Barnaklúbbur er starfræktur á hótelinu ásamt ýmisskonar dagskrá fyrir börn jafnt sem fullorðna yfir daginn. Hjólaleiga, barnaleiksvæði og tennisvöllur eru einnig á hótelinu.

Íbúðirnar eru allar með tveimur svefnherbergjum og fallega innréttaðar í björtum stíl. Íbúðirnar eru með eldunaraðstöðu, loftkælingu, sjónvarpi, öryggishólfi, síma og á baðherbergi má finna hárþurrku. Svalir eða verönd eru á öllum íbúðum. Lágmarksfjöldi í hverri íbúð er fjórir.

Hótelið býður upp á wi-fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.

Skemmtilegt fyrir fjölskyldur og mikil dagskrá!