Margir Íslendingar þekkja án efa ítölsku skíðasvæðin í Madonna og Selva, enda hafa landsmenn ferðast þangað í meira en 20 ár. Nú bjóða Heimsferðir upp á spennandi skíðaferðir í dalina: Val di Fassa, Val di Fiemme, Val Gardena og Val Rendena. 

Flogið er til Verona og er aksturstími á hvert svæði u.þ.b. 3 klst.

Ath! Enginn fararstjóri á vegum Heimsferða er á svæðunum.


 

Val di Fassa dalurinn 
Val di Fassa dalurinn er staðsettur á miðjum í Dolomiti fjallgarðinum á Ítalíu og hefur að geyma nokkur vinsæl skíðaþorp m.a. Canazei, Campitello, Alba, Arabba og Pozza. Þetta eru falleg þorp með skemmtilegri blöndu af ítölsku og austurrísku yfirbragði. 

Stutt er á milli þorpanna í dalnum og því er alltaf stutt í kláf eða skíðarútu sem kemur manni í fjallið. Skíðarútan gengur milli bæja á 10-15 mínútna fresti og því hægt að prófa ný skíðasvæði á hverjum degi. Brekkurnar eru skemmtilegar og fjölbreyttar. Á svæðinu eru brekkur fyrir alla, vana sem og óvana. Fjöldi skíðaskóla er á svæðinu sem bjóða upp á kennslu fyrir öll getustig.

Skíðaskálarnir eru hver öðrum skemmtilegri og bjóða fjölbreytt úrval veitinga í fjallinu. Gott er að gefa sér tíma til að hvíla lúin bein og safna orku þar til lagt er aftur af stað í brekkuna. Í lok dags er hægt að renna sér alveg niður í bæ og fara inn á einn af fjölda Apre ski stöðunum sem iða af lífi langt fram eftir kvöldi.

Heimsferðir bjóða uppá gistingu í bæjunum:
- Canazei er stærsti bærinn á svæðinu og er ofarlega í dalnum, í 1.460 metrum yfir sjávarmáli, og með um tvö þúsund íbúum. Þar er fjöldi veitingahúsa, bara og kráa með lifandi tónlist sem taka vel á móti skíðafólki úr brekkunum í lok dags og langt fram á nótt.
- Campitello er neðar í dalnum en Canazei, í 1.440 metrum yfir sjávarmáli. Frá Campitello gengur kálfurinn upp í Col Rodella. Skemmtileg skíðaleið er á milli Campitello og Canazei.
- Vigo di Fassa
- Moena 
- Alba di Canazei


Akstur í boði á völdum brottförum:
20.01-27.01
27.01-03.02
10.02-17.02
 

Skíðakort 
Campitello Val Fassa
Canazei Val Fassa

Hagnýtar upplýsingar  - skíðaferðir

 


 

Val di Fiemme dalurinn

Val di Fiemme dalurinn er staðsettur skammt frá Val di Fassa dalnum í Dolomites fjallahéraðinu. Í dalnum eru yfir 100 km af skíðabrekkum á fimm svæðum: Alpe Cermis, Latemar Ski Center, Alpe Lusia, Passo Rolle og Oclini. Með skíðapassanum Fiemme Obereggen fæst aðgangur að öllum skíðasvæðunum. 

Svæðið er sérstaklega hentugt fyrir byrjendur og fjölskyldufólk, en einnig bjóða sum svæðin upp á kvöldopnun. 

Heimsferðir bjóða uppá gistingu í bæjunum:
- Cavalese 
- Tesero 
- Predazzo
- Obereggen er lítið þorp í Val D‘Ega dalnum, norðar við en Cavalese, Tesero og Predazzo. 

Enginn akstur í boði!


Skíðakort
val di Fiemme

Hagnýtar upplýsingar  - skíðaferðir

 


Val Gardena dalurinn

Val Garena með Alpe di Siusi skíðasvæðinu hefur verið einn vinsælasti áfangastaður skíðaiðkennda til margra ára. Alpe di Siusi er í hjarta Dolomites fjallanna og er á heimsminjaskrá. Þar eru ótal möguleikar fyrir þá sem hafa áhuga á vetraríþróttum t.d. skíðum, snjóbrettum og gönguskíðum. Á svæðinu eru nútímalegar skíðalyftur og meira ein 60 km af skíðabrautir fyrir öll erfiðleikastig. Svæðið er hluti af Dolomiti Superski skíðasvæðinu sem hefur 460 skíðalyftur, 1220 km af skíðabrekkur og er með tengingu inn á Sella Ronda skíðahringinn.

Heimsferðir bjóða upp á gistingu í bæjunum:
- Fiè allo Sciliar
- Suisi
- Ortisei

Enginn akstur í boði!

Hagnýtar upplýsingar  - skíðaferðir

 


Val Rendena dalurinn

Val Rendena dalurinn er staðsettur í vesturhluta Trentino við rætur vestur-Dolomiti fjallgarðsins og hefur að geyma vinsæl skíðaþorp m.a. Madonna di Campiglio og Pinzolo. Líkt og í Val di Fassa dalnum eru þetta falleg þorp með skemmtilegri blöndu af ítölsku og austurrísku yfirbragði. 

Bærinn Madonna di Campiglio stendur 1.500 metra hæð yfir sjávarmáli, og er þetta þúsund manna fjallaþorp einn þekktasti skíðabær Ítalíu. Úr miðbænum er stutt í skíðalyftur og kláfa sem liggja upp í skíðabrekkurnar  fyrir ofan bæinn. Hæstu brekkurnar liggja í 2.600 metra hæð yfir sjávarmáli. Skíðafólk getur valið um brekkur eftir getu hvers og eins og eru brekkurnar merktar svartar, rauðar eða bláar. Skíðasvæðið samanstendur af 150 km af skíðabrautum, og er lengsta skíðabrautin 5 km. Á svæðinu eru 57 skíðalyftur sem flestar eru opnar 08:30-16:30. Boðið er upp á skíðakennslu á svæðinu fyrir alla aldurshópa. Hægt er að skíða frá Madonna yfir í skíðabæina Folgarida-Marilleva og Pinzolo. 

Miðbær Madonna er fullur af lífi frá því að siestunni líkur og fram á kvöld. Þar er fjöldi kaffihúsa, kráa, veitingastaða og fjölbreyttra verslana. 

Bærinn Pinzolo er staðsettur 10 km frá Madonna di Campiglio í Val Rendena dalnum. Skíðasvæðin í Pinzolo og Madonna tengjast með kláfi og tekur ferðin á milli um 20 mínútur, því er tilvalið að kaupa skíðapassa sem gildir á báðum svæðum. Einnig gengur rúta á milli bæjanna. Skíðasvæðið samanstendur af 19 brekkum (5 bláar, 10 rauðar og 4 svartar) og er svæðið fjölskylduvænt og hentugt fyrir byrjendur. 

Caderzone Terme er eitt elsti bærinn í Val Rendena dalnum og staðsett í miðjum dalnum, 5 km frá Pinzolo. Staðsetning bæjarins er ekki einungis hentug til skíðaiðkunar heldur líka fyrir afslöppun og vellíðan. En Terme þýðir varmaböð og tengist járnríkri vatnslind sem uppgötvaðist til forna nálægt miðbænum. Carderzone Terme er þekkt sem þorp heilsunnar.

Akstur í boði!

Skíðakort
Madonna 
Pinzolo
 

Hagnýtar upplýsingar  - skíðaferðir

Dvalarstaðir
Stjörnugjöf
Svæði

Hotel Cristina

Pinzolo

Alpen Hotel Vidi

Madonna

Rio Hotel

Caderzone Terme

Hotel Pinzolo Dolomiti

Pinzolo

Hotel Bellavista Pinzolo

Pinzolo

Hotel Ideal

Madonna

Majestic Hotel

Madonna

Hotel Spinale

Madonna

Hotel Cristal Palace

Madonna

TH Madonna di Campiglio Golf Hotel

Madonna

Hotel Dahu

Madonna

Garni Hotel Cristiania

Madonna

Alpen Suite Hotel

Madonna

Hotel Ferrari Pinzolo

Pinzolo

Garni Al Nardis

Pinzolo

Residenze Hotel Ambiez

Madonna

Hotel Relais Des Alpes

Madonna

Sport Hotel Romantic Plaza

Madonna

Residence Rio Falze

Madonna

Residence Rosa Delle Dolomiti

Pinzolo

Hotel Orso Grigio

Pinzolo

Hotel Canada

Pinzolo

Garni Bepy

Pinzolo

Hotel Betulla

Madonna

Hotel Garní La Palú

Pinzolo

Hotel St. Raphael

Madonna

Hotel Garni Binelli

Pinzolo

Hotel Beverly Alps & Spa

Pinzolo