Residence Rosa Delle er fallegt 3ja stjörnu íbúðahótel staðsett í 8 mínútna göngufjarlægð frá miðbæ Carisolo. Carisolo bærinn er nánast samtengdur Pinzolo og þaðan er ca 15 mínútna akstur í miðbæinn í Madonna. Næstu skíðabrekkur eru í 500 metra fjarlægð. Hótelið er hlýlega innréttað og íbúðir eru vel búnar með ókeypis nettengingu, sjónvarpi og ísskáp. Svalir eða verönd á öllum íbúðum.
Á hótelinu er lítil heilsurækt með gufubaði og tyrkensku baði. Gestir fá einn frían aðgang í heilsuræktina, annars greiða þeir 10€ á mann í hvert skipti. Matvöruverslun er í ca. 10 - 15 mín göngufjarlægð. Hægt er að leggja bíl í bílakjallara kostar 7€ á dag,
Nálægar skíðalyftur:
- Pinzolo-Prà Rodont gondola – 800 m
- Tulot – 1,6 km
- Doss del Sabion – 2,1 km
Í nágrenninu:
- Madonna di Campiglio – 13 km
Um 200 m frá hótelinu er gott 8 km gönguskíðasvæði.
Hægt er að taka skíðarútuna að lyftunum. Nánari upplýsingar um rútuferðir fást á hótelinu. Vikukort í skíðarútuna er um 10€ á mann.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.
Ath: Við brottför þarf að greiða 70 evrur fyrir lokaþrif.
Hagstæð íbúðagisting staðsett í rólegu umhverfi en stutt frá allri þjónustu.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar. Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.