Hotel Garni Binelli
Hótellýsing

Hotel Garni Binelli er nýlega uppgert hótel staðsett 500 metrum frá Pinzolo skíðasvæðinu. Herbergin eru með svölum og fjallaútsýni. 15 mínútna akstur er til Madonna Di Campiglio.

Á hótelinu er boðið upp á morgunverð. Bar er á hótelinu sem er opin til 22:00. Á Hótelinu er gufubað og heitur pottur sem gestum gefst kostur á að nýta sér eftir góðan dag í fjallin. Skíðaleiga er í nánd við hótelið og boðið upp á skíðaskóla. 500 metrum frá hótelinu er strætóstoppistöð þaðan sem frír skíðastrætó gengur á milli.

Herbergin eru einföld, en þægileg og notaleg með sjónvarpi, skrifborði, síma, kaffivél, mini-bar og öryggishólfi. Á baðherbergi er hárþurrka. 

Nálægar skíðalyftur:

  • Pinzolo – Prá Rodont – 900 m
     

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.