Residence Rio Falze
Hótellýsing

Residence Rio Falze er einföld og hagkvæm íbúðagisting sem staðsett er í útjaðri Madonna di Campiglio. Í nágrenni við hótelið er 15 km svæði fyrir gönguskíði.  Aðeins tekur nokkrar mínútur að fara með skíðarútunni að helstu skíðalyftum sem eru í boði á þessu stóra svæði. 

Íbúðirnar eru með svefnsófa í stofu og kojum í litlu herbergi.  

Snyrtilegt en mjög einföld gisting á hagstæðum kjörum.

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.