Hotel Ferrari Pinzolo
Hótellýsing

Hotel Ferrari er einfalt hótel í u.þ.b. 500 m fjarlægð frá miðbæ Pinzolo. 

Gestamóttakan er opin milli 07:00-20:00. Á hótelinu er bar og skíðageymsla. Einungis er boðið upp á morgunverð á Hotel Ferrari, en stutt er á veitingastaði í miðbænum.  

Herbergin eru innréttuð í hefðbundnum fjallastíl með viðarhúsgögnum. Á öllum herbergjum er sjónvarp, öryggishólf og hárþurrka á baðherbergi. Sum herbergi eru með svölum.

Í fjögurra manna herbergjum eru hjónarúm og kojur. 

Nálægar skíðalyftur: 
- Pinzolo Prà Rodond gondola – 950 m
- Doss de Sabion – 2,2 km
- Fiocco di Neve – 2,2 km

Næsta strætóstoppistöð er við hliðina á hótelinu. Þaðan gengur skíðarúta í Pinzolo-kláfinn og skíðalyftur. Með Prà Rodont gondola kláfnum er hægt að komast til Madonna i Campiglio á um 16 mínútum

Í nágrenninu: 
- Madonna di Campiglio 13,7 km

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu á almenningssvæðum, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.

Vefsíða hótelsins