Sport Hotel Romantic Plaza
Hótellýsing

Hotel Romantic Plaza er mjög gott 4 stjörnu hótel vel staðsett í skíðabænum Madonna.  Hótelið er glæsilega innréttað í hlýlegum stíl en þar er m.a að finna heilsurækt með sauna, tyrknensku baði, sundlaug og hvíldarherbergjum. Á hótelinu er leikherbergi fyrir börn.   

Nálægar skíðalyftur:
- Pradalago Express - 100 m
- Miramonti - 100 m
- 5 Laghi Express - 150 m
- Spinale Express - 200 m
- Fortini express - 5 mín með bíl 
- Grostè 1 Express -  5 mín með bíl 


 Á hótelinu er morgunverðarhlaðborð og 4 rétta kvöldverður ásamt salatbar innifalið. 
Herbergin sem í boði er heitir “Natura” og er það glæsilega innréttað í nútímalegum og hlýlegum stíl.  Á herberginu er minibar, wifi tenging, sjónvarp og öryggishólf. Sloppar á bað herbergjum. Herbergið er einnig með svölum.

Glæsilegt hótel, vel staðsett nálægt allri þjónustuog stutt í brekkurnar.