Hotel Orso Grigio er gott 3ja stjörnu hótel staðsett í Carisolo. Carisolo er nánast samtengt Pinzolo og er í u.þ.b. 15 mínútna akstursfjarlægð frá miðbænum í Madonna. Hótelið er í 500 metra fjarlægð frá Doss del Sabion skíðalyftunum. Á hótelinu er ókeypis heilsulind og veitingastaður.
Herbergin eru vel búin helstu þægindum. Þau eru innréttuð í hefðbundum stíl með viðarinnréttingum, sjónvarpi og litlu setusvæði. Flest herbergin eru með svölum og baðherbergi með hárþurrku.
Morgunverðurinn er vel útbúinn og kvöldverður er fastur matseðill þar sem gestir geta valið úr nokkrum réttum. Lítill bar er í gestamóttöku.
Nálægar skíðalyftur:
- Pinzolo-Prà Rodont gondola – 800 m
- Tulot – 1,6 km
- Doss del Sabion – 2,1 km
Í nágrenninu:
- Madonna di Campiglio – 13 km
Um 200 m frá hótelinu er gott 8 km gönguskíðasvæði.
Hægt er að taka skíðarútuna að lyftunum. Nánari upplýsingar um rútuferðir fást á hótelinu. Vikukort í skíðarútuna er um 10€ á mann.
Hótelið fær almennt mjög góða dóma frá gestum sínum á einkunnarvefnum TripAdvisor.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.