Residenze Hotel Ambiez er gott 3 stjörnu vel staðsett íbúðahótel. Íbúðirnar taka allt að 4 í gistingu. Íbúðirnar eru með einu svefnherbergi og svefnaðstöðu í stofu fyrir tvo. Lítill eldhúskrókur með borði og stólum ásamt helstu áhöldum. Hægt er að kaupa morgunverð beint af hótelinu. Einnig er hægt að bóka hálf fæði en það þarf að fá staðfest fyrir komu. Morgunverður kostar 17 evrur.
Góð sameiginleg aðstaða er á hótelinu, stór og glæsileg sundlaug með frábæru útsýni. Þá er þar einnig heilsurækt með sauna, tyrknesku baði og góðum sturtum. Frítt aðgengi er að sundlauginni en greiða þarf fyrir heilsuræktina 15 evrur. Panta þarf heilsuræktina með fyrirvara.
Á hótelinu er veitingastaður og bar. Góð upphituð læst geymsluaðstaða fyrir skíði og skó gestum að kostnaðarlausu.
Snyrtileg íbúðahótel, vel staðsett og hentar vel fyrir þá sem vilja hótel án fæðis. Íbúðirnar taka allt að 4.
Fyrir þá sem kjósa að vera á bíl þá er góð bílageymsla á hótelinu.
Nálægar skíðalyftur:
- Grostè 1 Express - 100m
- Fortini express - 200 m
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.