Hotel Relais Des Alpes
Hótellýsing

Hotel Relais des Alpes er 4 stjörnu hótel frábærlega staðsett í skíðabænum Madonna di Campiglio.  Mjög stutt í skíðalyfturnar. Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn. Á hótelinu er veitingstaður og bar.   Hægt er að velja úr “standard” herbergjum eða herbergjum með svölum. Hægt er að sérpanta fjölskylduherbergi sem tekur 2 fullorðna og 2 börn.  Hótelið er innréttað í hefðbundnum ítölskum stíl og er snyrtilegt.   Öll herbergi eru með sjónvarpi, minibar og öryggishólfi. Hárþurrka á baðherbergi. 

Hægt er að velja úr gistingu með morgunverði eða hálfu fæði.  Heilsurækt með nuddpotti, sauna og tyrknesku baði.  Góð sundlaug. 

Frábær staðsetning og val um fæði.

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.

Ekki tókst að sækja staðsetningu