TH Madonna di Campiglio Golf Hotel
Hótellýsing

TH Madonna di Campiglio Golf Hotel er gott hótel staðset við Campo Carlo Magno skíðabrekkurnar í Madonna di Campiglio. Frá hótelinu er u.þ.b. 30 mínútna ganga í miðbæinn. 

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn. Á hótelinu eru 105 herbergi, ásamt veitingastað, bar, skíðageymslu, líkamsræktaraðstöðu og heilsulind með innisundlaug. Hægt er að bóka meðferðir í heilsulindinni gegn gjaldi. Heilsulindin er lokuð 1 dag í viku. 

Hægt er að fara á gönguskíði beint frá hótelinu

Hótelið býður upp á skutlþjónustu á ákveðnum tímum inn í miðbæ Madonna di Campiglio. 

Herbergin er rúmgóð og þægileg. Á öllum herbergjum er sími, sjónvarp, öryggishólf, minibar og hárþurrka á baðherbergi. 

Ath. að aukagjald fyrir barnarúm 10€ á nótt greiðist á hótelinu, en þarf að bókast í gegnum Heimsferðir. 

Nálægar skíðalyftur:
- Groste‘ 1 Express-skíðalyftan – 350 m
- Fortini Epress – 350 m
- Nube d‘Oro – 1 km
- Pradalago Express-skíðalyftan – 1,2 km
- Miramonti-skíðalyftan – 1,3 km
- Larici – 1,4 km
- 5 Laghi Express-skíðalyftan – 1,4 km
- Spinale Express-skíðalyftan – 1,4 km

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu á almenningssvæðum, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.