Garni Bepy
Hótellýsing

Garni Bepy er 3 stjörnu hótel staðsett í útjaðri Pinzolo.  Skíðasvæði Pinzolo er í 2 km fjarlægð. Þetta fjölskyldurekna hótel er snyrtilegt,  hlýlegt og huggulega innréttað.  Innfalinn morgunverður. Gestir hótelsins fá afslátt á hádegis- og kvöldverði í nærliggjandi veitingastöðum sem eru flestir í um 10 - 20 mín. göngufjarlægð. 

Herbergin eru snyrtilega og innréttuð í hlýlegum stíl.  Öll með svölum eða verönd.  Á herbergjum er sjónvarp með gervihnattarásum og baðherbergi með ókeypis snyrtivörum og hárþurrku. Superior herbergin eru nýuppgerð. 

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.

Mjög gott 3 stjörnu hótel á hagstæðum kjörum. Stutt í alla þjónustu og skíðalyftur.