Hotel Beverly Alps & Spa
Hótellýsing

Hotel Beverly Alps & Spa er gott 4 stjörnu hótel í Pinzolo, vel staðsett það eru aðeins 50 m að miðbæ Pinzolo. Á hótelinu er góð heilsulind, 

Herbergin eru rúmgóð og hlýlega innréttuð í tírólskum stíl, öll með sjónvarpi.  Öll herbergi eru með svölum. Hárþurrka á baðherbergi. 

Góð heilsulindin þar er að finna gufubað, tyrkneskt bað og upphitaða innisundlaug með heitum potti. Slökunarherbergi og barnasundlaug eru einnig í boði. 

Hótelið bíður gestum upp á skutlu til og frá skíðalyftu í Pinzolo. 

Nálægar skíðalyftur:
- Pinzolo-Prà Rodont gondola kláfurinn - 650 m
- Doss del Sabion 1,9 km

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.