Alpen Hotel Vidi er gott og vel staðsett hótel í skíðabænum Madonna di Campiglio. Stutt er í skíðalyftur og er um 150 m gangur í miðbæinn. Hótelið er staðsett við Canalone Miramonti brekkuna þannig að hægt er að skíða alveg niður að hótelinu í lok dags.
Á hótelinu er veitingastaður, bar, bókasafn, mjög góð heilsulind, barnasundlaug með rennibrautum fyrir yngstu börnin og skíðageymsla með læstum skápum. Á hótelinu er innifalið hálft fæði, þ.e.a.s. morgunverður og kvöldverður.
Superior herbergin eru rúmgóð og innréttuð í léttum nútímalegum stíl, þau eru með svölum, síma, sjónvarpi, minibar, öryggishólfi og hárþurrku á baðherbergi. Að hámarki geta fimm dvalið saman í herbergi.
Nálægar skíðalyftur:
- Pradalago Express - 50 m
- Miramonti - 50 m
- 5 Laghi Express - 100 m
- Spinale Express - 600 m
- Fortini express - 850 m
- Grostè 1 Express - 950 m
Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.
Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.