Alpen Suite Hotel
Hótellýsing

Alpen Suite Hotel er gott hótel staðsett í u.þ.b. 400 m fjarlægð frá Piazza Righi torginu í miðbæ Madonna di Campiglio, og 500 m frá Spinale Express-skíðalyftunni. 

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn. Á hótelinu er 28 svítur, bar, setustofa, koníaksstofa, veitingastaðurinn II Convivio, heilsulind, líkamsræktaraðstaða og skíðageymsla. Fyrir börnin er afmarkað svæði í sundlauginni og leikherbergi (game room).  

L‘Alpen Beauty heilsulindin skiptist í:
- Alpen Wellness þar er innisundlaug, heitur pottur og afslöppunarsvæði. Opið fyrir börn undir 12 ára til kl. 18. Aðgangur að Alpen Wellnes er ókeypis fyrir gesti hótelsins.  
- Alpen Fitness er líkamsræktaraðstaða hótelsins þar er ókeypis aðgangur fyrir gesti, 16 ára og eldri. 
- Alpen Green Spa er lítið spa með sauna og gufubað fyrir hámark 5 manns í einu. Þörf er á bókunum og er hægt aðgangur gegn gjaldi, hægt er að leigja spa-ið fyrir einkanotkun. 
- Alpen Beauty þar eru nudd- og snyrtimeðferðir í boði sem hægt er að bóka gegn gjaldi. 

Herbergin eru hlýlegar og rúmgóðar svítur, innréttaðar með klassískum furuhúsgögnum í Alpastíl. Á öllum herbergjum er setustofa og svefnherbergi með king-size rúmi. Einnig eru þar sjónvarp, öryggishólf, minibar og hárþurrka á baðherbergi. Á öllum herbergjum eru baðsloppar og inniskór. 
- Elfi svítur eru 42 m² með rennihurð á milli svefnrýmis og setustofu. Í setustofunni er svefnsófi 140x195.  

Frí skutlþjónusta á vegum hótelsins á meðan á skíðatímabilinu stendur – þessa þjónustu þarf að bóka fyrirfram. 

Nálægar skíðalyftur: 
- Spinale Express-skíðalyftan – 500 m
- 5 Laghi Express-skíðalyftan – 600 m 
- Pinzolo-Campiglio Express I – 750 m
- Miramonti-skíðalyftan – 850 m
- Pradalago Express-skíðalyftan – 950 m

Hótelið býður upp á Wi-Fi tengingu að kostnaðarlausu, en vert er að taka fram að internetsamband á hótelum getur verið hægt á álagstíma.  

Athugið að myndir af gististöðum á heimasíðu Heimsferða eru opinberar myndir gististaðanna til að gefa hugmynd um hvernig umhorfs er á gististaðnum og svæðinu. Heimsferðir geta ekki tryggt að ekkert hafi breyst frá því að þær voru teknar.

Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.

Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.