Hotel Canada er 3 stjörnu hótel staðsett í skíðabænum Pinzolo í 600 metra fjarlægð frá Pinzolo-Prà Rodont skíðakláfnum. Skíðasvæði í Madonna í 15 mínútna akstursfjarlægð, en hægt er að ferðast á milli skíðasvæðanna með skíðakláf.
Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða og heilsulind með innistundlaug. Sundlaugin er opin frá 15 - 20:00 en frá 18:30 - 20:00 er sundlaugin eingömgu opin fyrir fullorðna Þar er líka hefðbundinn veitingastaður og bar. Herbergin eru snyrtileg með viðarhúsgögnum og sjónvarpi, minibar, öryggishólfi og baðherbergi með baðslopp og snyrtivörum. Á hótelinu er einnig heilsurækt með gufubaði, heitum potti og tyrknesku baði. Ath. það eru ekki læstir skápar fyrir skíðin á hótelinu aðeins opið rými til að geyma skíðabúnaðinn.
Athugið að Heimsferðir ráða ekki staðsetningu sinna farþega.
Á gististöðum hér þarf að greiða gistináttaskatt en skattinn greiða ferðamenn á viðkomandi gististað fyrir hverja gistinótt á mann en gjaldið er misjafnt og miðast við opinbera stjörnugjöf gististaðarins. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.